

Svítur og svör
með selló og harmonikku
Ragnar Jónsson selló og Jónas Ásgeir Ásgeirsson harmonikku.
Frábærir tónleikar hjá tveim ungum einleikurum í Salnum í Kópavogi
Smellið hér á til að sjá efnisskrána.
Jónas Ásgeir Ásgeirsson
harmonikkuleikari
Jónas Ásgeir Ásgeirsson er fæddur í Reykjavík 2. júlí 1993. Hann hóf tónlistarnám sitt í Tónskóla Eddu Borg níu ára gamall undir handleiðslu Guðmundar Samúelssonar sem hefur unnið gríðarmikið frumkvöðlastarf í klassískri
harmonikkukennslu á Íslandi. Jónas var meðlimur í Harmonikkukvintettinum í Reykjavík undir stjórn Guð
mundar sem kom víða fram og gaf m.a. út geisladisk. Jónas hefur þrisvar komist í úrslit Nótunnar, fyrst í flokknum frumsamin lög, síðan með kvintettinum sem hlaut ein af sigurverðlaununum og síðast í einleiksflokki. Hann lauk framhaldsprófi frá Tónskóla Eddu Borg 2013, fyrsturnemenda til að ljúka slíku prófi þaðan. Jónas stundar nú bakkalárnám í Konunglega danska konservatóríinu hjá Geir Draugsvoll, einum virtasta harmonikkukennara heims, en um þessar mundir eru þrír Íslendingar í námi hjá Geir. Jónas spilar á harmóníku af gerðinni Ballone Burini.
Það er ekki laust við að Jónas Ásgeir hafi rétt svo stolið senunni með sjaldséð konserthljóðfæri í kjöltunni en um leið kynnt fyrir nokkrum vel verseruðum áskriftargestum sjaldheyrt en áhugavert tónverk með snilldarlegu handbragði. Fimmtán manna strengjasveit mætti einleikshljóðfærinu sem myndaði framandi en ómótstæðilega fagran þverskurð af hljómi harmonium og strokhljóðfæra því í raun vó harmonikkan upp hálfa blásarasveit.
Tónverkið er því útpælt, en knappt; byggt upp af átta stuttum samhangandi köflum, eða dráttum sem runnu saman í fimmtán mínútna hvassan strekking úr iðrum hnappanikkunnar, tveimur mínútum skemmri en eina þúvarps-útgáfan (YouTube) á netinu.
Jónas Ásgeir lék beinskeytta sveipi verksins listilega vel af ástríðu og skapi. Hann er einn þriggja efnilegra íslenskra harmonikkunemenda við Konunglega danska konservatoríið; verkefnavalsnefnd Sinfóníunnar mætti nú teika nýjabrumið og líta í kringum sig eftir einleiksverkum fyrir harmonikku.
![]() Klappað fyrir Jónasi að loknum einleiknum með Sinfóníuhljómsveitinni. | ![]() Jónas Ásgeir Ásgeirsson, harmoníkusnillingur | ![]() Jónas Ásgeir með foreldrum sínum, Ásgeiri Jónassyni og Ásdísi Hinriksdóttir |
|---|---|---|
![]() Jónas Ásgeir með Sólveigu Helgu föðursystur sinni. | ![]() Jónas Ásgeir hneigir sig að loknum einleik með Sinfoníuhljómsveit Íslands | ![]() Að loknum tónleikum. |
![]() Jónas Ásgeir á ís eða þannig | ![]() Jónas Ásgeir er glaður ungur maður með framtíðardrauma. | ![]() Jónas Ásgeir með þanda nikkuna sína. |
![]() Ungir einleikarar með Sinfoníuhljómsveit Íslands. |












