
Hver er maðurinn ?
Þetta er tilraunaútgáfa að eigin vef sem ég ætla að reyna að halda úti.
Vann í 40 ár við skólastjórn og kennslu. Nýtti tölvur við störf mín allt frá því að þær komu á markaðinn. Bætti við kunnáttu mína við ársdvöl á Englandi og tók þá m.a. Evrópu prófin svokölluðu. Einnig talsvert um vefsíður þó að ég hafi ekki sinnt því hin síðari ár.
Síðastliðinn 10 ár hef ég unnið við tölvuumsjón í Álfhólsskóla í Kópavogi þar sem aðal verkefni mín eru umsjón með netkerfi skólans þar með talið notendastýringar og fleira, tengingar og uppsetningar á Smarttöflum, skjávörpum, prenturum og tölvum. Stillingar á þeim og forritum. Innkaup vegna þessara tækja og endurnýjun þeirra, leiðbeiningar og kennsla starfsfólks.

Kona mín er Sólveig Helga, myndlistarkennari.
Við eigum 2 dætur og 2 barnabörn
Ég er félagi í Karlakór Reykjavíkur, eldri félagar
Sjá efnisskrá á tónleikum 12. maí, smellið hér !
Vilmundur Víðir Sigurðsson, verður jarðsunginn frá Digraaneskirkju 4 ágúst 2016, kl. 13.00
Minningarnar streyma fram líkt og árniður þegar minnst er góðs vinar. Dýrmætar vinastundir sem hafa litað og auðgað lífsgönguna er gott að eiga.
Víðir lifði lífinu lifandi, hafði brennandi áhuga mörgum sviðum og var æðrulaus fram á síðustu stundu. Hann var gamansamur, víðsýnn og fróðleiksfús. Ánægjulegt var að eiga í hvers kyns samræður við hann um menn og málefni. Hann var vel að sér á svo mörgum sviðum og gat oft séð spaugilegar hliðar á mönnum og málefnum. Hrífandi að eiga við hann rökræður vegna víðsýni hans og rökfestu. Hann var fagurkeri og hreifst af vönduðu handverki eins og fallegt heimili þeirra hjóna ber vott um
Víðir hafði yndi af bóklestri og var ánægður þegar hann gat rakið fyrir okkur það sem hafði heillað hann úr heimi bókmenntanna. Þá var ekki í kot vísað í samræðulistinni. Síðustu vikurnar var hann að lesa nýja útgáfu um stórverkið Moby Dick og vakti á lifandi hátt áhuga okkar á efninu.
Ekki var leiðinlegt að hlusta á hann segja frá hvalveiðum og sjómennsku sem hann stundaði á árum áður. Þar var hann á heimavelli með mikla og innbyggða vitneskju og reynslu á þeim ævintýrum sem sjómennskan bjó yfir. Það var fyrir okkur landkrabbana upplýsandi og fróðlegt.
Eins og gull í skjóðu áttu þau Víðir og Jóhanna mikla og ljúfa gestrisni sem vinir og vandamenn nutu. Sú gestrisni fylgdi þeim hvert fótmál, líka þegar heimkynni þeirra voru í Namibíu. Þá fengum við að njóta ævintýradvalar sem þau höfðu skipulagt af frjórri hugsun til að gleðja og leiða okkur inn í ógleymanlega ævintýraveröld í framandi álfu. Samtaka hjón í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur og studdu hvort annað jafnt í logni sem ólgusjó lífsins.
Áralöng trygg vinátta er fögur og yljar. Síðustu vikurnar var Víðir sami gestgjafinn sem tók af gleði ásamt konu sinni og börnum á mótii sínum stóra vina og ættingjahópi þrátt fyrir veikindi sín. Ræðinn og glettinn að venju. Fjölskyldumaður af natni og elskusemi og fylgdist grannt með barnabörnum sínum sem voru hans yndi. Við hjónin vottum elsku Jóhönnu, börnum, tengdabörnum og barnabörum okkar innilegustu samúð. Blessuð sé minning góðs vinar. Þökkum samfylgdina.
Sólveig Helga og Einar Long

Njördur P. Njardvik skráði eftirfarandi á fésið !
Jón Helgason endaði Áfanga sína við Lómagnúp.
Í minningu hans bætti ég við Síðasta áfanganum:Skaftafelli:
Síðla ég gekk á Sjónarsker
seinfarnar götur vísa
mjúkrödduð gola úr Morsárdal
magnast af bresti ísa
stirðfættum manni um stóran sand
stakir sólblettir lýsa
þaðan má greina heiðan hnjúk
hátt yfir landið rísa
Leikur Jónasar á tónleikunum var afburða góður. Sjáið síðuna um hann hér !
Allt um tónleikana á hér !
Lesið hér gagnrýni úr Morgunnblaðinu
Sjá viðtal
við hann á
Visir.is
Smellið á myndina !

Tríóið spilar sjá hér og heyra !
Harmonikutríótónleikar Ítríó í Norðuljósasal Hörpu 10. júlí
ítríó leitast eftir að opna augu fólks fyrir möguleikum harmonikunnar. Þau vilja útvíkka og þróa ímynd hljóðfærisins á Íslandi og vinna náið með íslenskum tónskáldum.
Á þessum tónleikum munu tónleikagestir upplifa tilfinningakalt finnskt rifrildi, sjóðheitan sígaunagleðskap, blóðheitan argentískan tangó o.sv. frv.
Sjá nánar hér !
Viðtal um tríóið - Mbl.
Viðtal við Jónas Ásgeir - Mbl.






